Flestir sem drekka viskí kjósa að drekka það óblandað með eða án klaka. Það er líka til fólk sem borðar alltaf fiskinn sinn bara soðinn með kartöflum. Þessu má breyta.
Viskí getur verið ótrúlega gott að nota í allskonar kokteila og þá sérstaklega þennan hérna sem kemur öllum sem smakka hann frábærlega á óvart!
Þú þarft:
- 30ml af ferskum, nýkreistum sítrónusafa, (ekki nota annað)
- 1 tsk strásykur og sódavatn til að leysa sykurinn upp eða 12 ml af sykursýrópi (hvítt sýróp)
- 15ml eggjahvíta
- 2 skvettur af Orange bitter kokteilbragðbætir
- 60ml Johnnie Walker Black label – Þessi gerð af Viskí gefur reykt bragð, eik, appelsínu og hunang sem fullkomnar bragðið í þessum spennandi og fágaða kokteil.
Svo er bara að halla sér aftur fyrir framan arineldinn (já eða ímyndaðan arineld), kveikja á hlusta á jazz og lesa góða bók meðan þú sötrar með gáfulegum svip.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.