Við vitum ekki með þig en Pjattrófurnar elska þættina um auglýsingafólkið á Madison Avenue. Öðru nafni Mad Men.
Og við vitum ekki með þig en við höfum tekið eftir því að þetta fólk er ALLTAF að fá sér flotta kokteila, helst í vinnunni.
Hér er æðislegur kokteill í anda Mad Men en hann á uppruna sinn á New York barnum í Parísarborg en varð síðar geysivinsæll á The Stork Club í New York sem var rekin á árabilinu 1929-1965. Drykkurinn er einstaklega frískandi og ljúffengur en farðu varlega í hann því gin og kampavín geta verið lúmsk blanda.
French 75
2 tsk létt sýróp (eða sykur)
2 tsk sítrónusafi
(einfaldur) Tanqueray Gin (svo gott)
1 dl kalt kampavín/freyðivín
Blandið fyrstu þremur innihaldsefnunum í kokteilhristara og kælið kampavínsglas í frysti á meðan, gott að setja klaka í það líka.
Hristið saman gin, sítrónusafa og sýróp með muldum ís og sigtið svo ofan í kalt glasið.
Fyllið glasið upp með kampavíni og skreytið með sítrónusneið eða kirsuberi.
Skál!*
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.