Tiltektardagar koma oft upp á laugardegi þegar maður lítur í kringum sig heima hjá sér og skilur ekkert í draslinu og skítnum sem þar hefur myndast.
Þú hugsar kannski með þér: ,,Skrítið! Ég kannaðist ekki við að hafa fengið þrjátíu villta hesta í heimsókn sem hlupu í öngum sínum um heimilið og lögðu það í rúst”
Hvað gerir maður þá? Jú, maður brettir upp ermar, dregur andann djúpt og…blandar sér Espresso Black Russian.Restin reddast.
Áður en tiltektin hefst þarftu eftirfarandi:
- 1 skot af hamrandi rússnesku Smirnoff vodka
- 2 skot af Kahlúa
- 2 skot af rjóma
- 1 espresso skot
- Handfylli af klökum
- Súkkulaðispæni til skrauts
Aðferð
Hellið fyrst vodka og Kahlúa í glas. Bætið við espresso skotinu og loks rjómanum. Þar á eftir koma nokkrir klakar, súkkulaðispænir og voilá – þú ert tilbúin í þrifin!
Til þess að gera tiltektina enn skemmtilegri er sniðugt að skella góðri tónlist á fóninn og taka jafnvel nokkur dansspor með tuskuna á lofti.
Frábær leið til að létta manni lundina á meðan þrifunum stendur Góða skemmtun!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.