Ég er mjög hrifin af kókoslykt og fór fyrir nokkrum árum að nota kókosolíuvörur bæði á húð og hár. En í seinni tíð þá hef ég bara notað olíuna eins hreina og hráa og ég finn hana. Það er hægt að kaupa lífræna kókosolíu í krukku í öllum heilsubúðum (og jafnvel í bónus) en þetta er örugglega ein ódýrasta og öflugasta húð- og hárvara sem þú getur fengið.
Hér er hægt að lesa allt um kókosolíu og hvað hún er holl og græðandi. Hún læknar marga kvilla og hana má bera á exem, psoriasis, í hársvörðinn til að losna við flösu o.sv.fr.v.
Sjálf hef ég borið hana á húð og hár þegar hvortveggja er mjög þurrt. Eftir að hafa skrúbbað húðina vel í sturtu ber ég hana á og leyfi að síast inn og skola svo af mér.
Ef húðin er mjög þurr þá má líka sleppa því að skola hana af og leyfa henni að vera yfir nóttina. Sama á við um hárið, ég ber hana í endana og leyfi henni að vera í yfir nótt og skola svo úr daginn eftir en við þetta verður hárið silkimjúkt og glansandi.
Það má nota olíuna á mjög fjölbreyttan hátt. Þegar augnfarðahreinsirinn hefur verið búinn hef ég gripið til hennar. Ég bar hana líka á mig þegar ég var ólétt (og fékk engin slit) og ég bar hana á son minn þegar hann var ungabarn og þegar hann fékk barnaexem.
Oft er það sem náttúran gefur okkur einfaldlega best, megum ekki gleyma því 😉
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.