Alveg elskum við kókosolíuna og helst bara nota hana í allt.
Hún er það allra besta til að setja á sig eftir sturtu , einnig er gott að blanda henni við hárnæringu og leyfa henni að vera í hárinu í um klukkustund.
Kókosolían er hrein unaðsvara og er hægt að nota hana á ótrúlegasta hátt. Hér eru tuttugu hugmyndir.
1. Húðin öll
Berist á húð, bæði er hún mjög nærandi og mýkjandi.
2. Eftir rakstur
Bæði karlar og konur geta borið hana á sig eftir rakstur.
3. Í matargerð
Eins og margir vita þá má hita hana upp án þess að hún missi neitt af næringarefnum sínum sem er ólíkt mörgum öðrum olíum.
4. Við slitum
Húðin getur slitnað ef við bætum mjög á okkur, stækkum eða verðum barnshafandi. Kókosolían nærir húðina og styður endurbyggingu.
5. Sem varasalvi
Ódýrt og einfalt, settu bara smávegis í lítið box.
6. Nuddolía
Og með yndislegri lykt að auki
7. Berist á sár
Kókosolían hjálpar þeim við að gróa og það sama gildir fyrir bólur og ör
8. Við exemi
Til dæmis ofþornun, sóríasis eða öðrum vandamálum.
9. Í hárið
Berðu hana í hárið og leyfðu henni að vera í smà stund. Það hefur æðisleg áhrif á lokkaflóðið.
10. Bossakrem fyrir börn
Lífrænt og gott!
11. Aukinn hárvöxtur
Nuddaðu henni daglega í hársvörðin til að auka hárvöxt.
12. Við eyrnaverk
Ef börn eru með sýkingu í eyrum er gott að bera hana inní eyru.
13. Til að tana
Góð sem olía til að nota í sòlbaði. Fyrir lengra komna.
14. Á hlaupabólu
Kókosolían getur reynst vel fyrir börn með hlaupabólu og komið í veg fyrir að þau fái ör þegar þau klóra sér.
15. Við streitu
Getur hjálpað til við svefn sé hún tekin inn daglega.
16. Við hálsbólgu
Skeið af henni ofan í te getur hjálpað til við eymsli í hàlsi.
17. Til að styrkja neglur
Þú berð hana á neglur og naglabönd til að styrkja og næra og mýkja upp.
18. Við appelsínuhúð
Olían gengur hratt inn í húðina og þéttir hana.
19. Sem augnfarðahreinsir
Einfalt og fljótlegt, bara nota bómul með volgu vatni til að þurrka af.
20. Við slitnum hárendum
Berð hana beint í endana.
Kókosolían er bara einfaldlega eitthvað sem allir verða að prufa, hún bara getur ekki klikkað.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.