Klossar eru nýjasta æðið í skótískunni en tískuhús eins og CHANEL hafa hannað flotta klossa.
Það eru rosalega skiptar skoðanir á þessari tísku. Fólk annaðhvort hatar þetta eða elskar en persónlega finnst mér þetta mega flott – Klossar rokka!
Ég held að fólk þurfi bara aðeins að venjast þessu trendi enda er þetta svolítið öðruvísi en við erum vön.
Klossar eru ekki mjög mikið komnir í búðir hér á landi en ég sá flotta klossa í Bianco á um 13.000 kr. og svo getum við auðvitað alltaf verslað í gegnum veraldarvefinn góða 🙂 – ófeimnar við það stelpur.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.