Hlébarðamynstur er alltaf klassískt.
Þetta mynstur er einhvernveginn alltaf í tísku, bara mismikið hverju sinni.
Ég er mjög mikið fyrir hlébarðamynstur og á m.a hlébarðakápu, buxur, skyrtu, pils, skó, kjól, belti, húfu, jakka og sokkabuxur með hlébarðamynstri.
Það er nú kannski aðeins of mikið af því góða en ég bara get ekki að því gert að falla alltaf fyrir flíkum með slíku mynstri!
Mér finnst hlébarðamynstur passa við flesta liti. Rauður fer t.d. einkar vel við.
Hér eru nokkrar fallegar flíkur í hlébarðamynstri:
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.