Nýlega horfði ég á Bond-myndina “The man with the golden gun” með Roger Moore í hlutverki Bond og Maud Adams og Britt Ekland voru ‘bondgellurnar’. Báðar sænskar og ofboðslega fallegar og miklir hasarkroppar.
Maud er einstaklega glæsileg kona og mjög smekklega klædd í myndinni.
Tískan sem var 1974 á greinilega afturkvæmt núna með mittisháar buxur og silkiblússum, náttúruleg förðun og hraustleiki í fyrrirrúmi.
Britt Ekland er í bikíni mest alla myndina enda glæpur að fela þvílíkan kropp! Ég hélt að hún hefði verið 22-24 ára barnlaus pía þegar hún lék í þessarri mynd og var heldur betur hissa þegar ég fattaði að hún var 32 ára og tveggja barna móðir… (eins og ég! “sixpakkið” mitt er bara “í felum” 😉
Það er kannski ekki raunhæft að miða sig við bondgellur en þessi sjón, sixpakkið hennar Brit Ekland, verður mér fyrir hugskotsjónum í ræktinni á næstunni.
Britt skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún giftist Peter Sellers eftir stutt kynni 1964. Hún átti með honum dóttur og stóð við bakið á honum í gegnum 4 hjartaáföll en eftir skilnað þeirra eignaðist hún 2 börn í viðbót með rokkstjörnum. Deitaði meðal annars hinn ofurspræka ljóskuunnanda Rod Stewart.
Brit var eitt aðal umfjöllunarefni slúðurpressunnar í tvo áratugi enda hefur hún hefur mjög skrautlega ævi.
Kíktu á myndirnar af þessum flottu konum…
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.