Hollt og gott salat fyrir allar stjórnstöðvar líkamans, auðvelt, bragðmikið og sneisafullt af vítamínum. Ferskt svo það brakar í því!
Einfalt matarmikið, hollt og gott kjúklingasalat sem er kjörið i léttan hádegisverð yfir hátíðarnar. Það sem þarf i það er eftirfarandi:
- grænt ferskt salat
- kjúklingabitar smátt skornir, bringur eða heill kjúklingur
- 1 stk rautt epli skorið i litla bita
- 1 stk pera afhýdd og skorin í litla bita
- 1 stk rauðlaukur smátt saxaður
- 6 stk niðurskornir kokteiltómatar
- dass svartur pipar
- dass balsamic dressing
- 2 mtsk 5-korna blanda sem er dreift yfir
Blandaðu þessu saman af ást og alúð og finndu hvernig þetta dásamlega kjúklingasalat hefur góð áhrif á bæði sál og líkama. Maður verður svo glaður að fá hollustu með um jólin.
Dóra elskar að föndra við snittugerð en matur hefur alltaf haft mikil áhrif á hennar líf. Svo mikil að Dóra byrjar flesta morgna á að hugsa um hvað eigi að vera gott í kvöldmatinn. Hún býr á Seltjarnarnesi, á tvær æðislegar stelpur og sætasta golfara í heimi (að ólöstuðum okkar). Dóra lærði til lyfjatæknis árið 2001 en áhugamál hennar snúast um allt sem tengist mat, hreyfingu, dansi og útivist.