Kjúklinga kúrbítslasagne er hversdagslegur veislumatur og það er svooo gott að bera það fram með rósmarín sætum kartöflum. Þessi réttur hentar við svo mörg tilefni, bæði þegar þú færð gesti í mat og með fjölskyldunni á laugardegi. Rétturinn er ekki jafn þungur í maga og hefðbundið lasagna og svo eru hitaeiningarnar auðvitað mikið færri sem er alltaf ágætt fyrir blessaða samviskuna.
Sósa
2 hvítlaukar úr körfunni, saxaðir smátt
20 gr basilikulauf, saxað
3 msk ólífuolía
Hot chilli pipar mix
Himalayasalt
2 flöskur Sollu tómatar
Lasagne
2-3 kúrbítar
2 msk ólífuolía
1 tsk oregano
1 tsk timjan
Himalayjasalt
Svartur pipar
1 rifinn kjúklingur eða kjúklingabringur
1 1/2 dós kotasæla
2 dl 17% rifinn ostur
1-2 egg
40 gr basilikulauf, söxuð
100 g spínat, saxað
Hot chilli pipar mix
Ristaðar furuhnetur
Aðferð
Hvítlaukur og basilika hituð í olíu ásamt kryddi, tómatar settir út í og hitað í ca 15 mín.
Kúrbítur skorin langsum í lasagne blöð, gott að setja í poka ásamt olíu, salti, oregano og timjan. Hrist saman og geymt.
Kotasæla, 1 dl rifinn ostur, egg, chilli krydd, pipar, salt, spínat og basilika blandað saman í skál.
Tómatsósa í botninn, kúrbítur, kotasæla, kjúklingur og endurtekið með tómatsósunni hellt yfir og osti stráð yfir. Bakað í 180°ofni í 20mín. Furuhnetum og basil stráð yfir um leið og borið fram.
Rósmarín sætar kartöflur
2 sætar kartöflur í teninga
sett í poka ásamt ólífuolíu, salti og rósmarín. Hrist saman.
Sett í eldfast mót og bakað við 190°í ca 40-45 mín

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.