Ég ætla að vera með fastan lið í hverri viku – kjóll vikunnar, enda eru varla til þær pjattrófur sem finnst leiðinlegt að klæðast fallegum kjólum.
Ég ætla að reyna að hafa smá fjölbreytni í kjólunum – stundum rándýra ‘designer’ kjóla sem engin af okkur hefur efni á en finnst gaman að láta okkur dreyma um og svo ætla ég að reyna finna fallega kjóla sem henta okkur fátæku íslendingum betur.
Fyrsti kjóllinn er úr línu sem ég er gjörsamlega fallin fyrir: nýja línan frá Miu Miu.
Elska svölurnar sérstaklega en flíkin er þakinn fallega bleikum svölum og hálsmálið á kjólnum er alveg ‘to die for’! Mig dreymir um að geta eignast þennann kjóll einhverntíma en það verður sennilega ekki fyrr en árið 2030 – þá verð ég kannski búin að ná að safna fyrir honum því kjóllinn kostar 250.00 kr. takk fyrir!
Og bara svona uppá gamanið þá fann ég kjól hjá miss selfridge sem er svolítið svipaður, fallegt fuglamynstur á honum. Hann kostar rúmar 7000 kr. sem ætti nú ekki að setja neinn á hausinn.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.