Óskarsverðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í gærkvöldi. Það er alltaf mikil eftirvænting eftir að sjá hverju stjörnurnar klæðast á rauða dreglinum þetta kvöld.
Stjörnurnar voru hver annari glæsilegri, einfaldleikinn og ljósir kjólar voru mest áberandi. Þetta eru, að mínu mati, þær best klæddu:
Kate Hudson
Vá, vá! Hún geislaði í þessum ljósa Versace kjól í Old Hollywood stíl.
Amy Adams
Kóngablár Gucci kjóll. Einstaklega elegant og flott.
Jennifer Lawrence
Kjóll Jennifer er úr smiðju Dior. Hún ákvað að fara í þetta skiptið í kjól sem var eilítið minna um sig en kjóllinn sem hún klæddist á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Hún athugaði sérstaklega hvernig væri að gana upp tröppur í þessum kjól til dæmis.
Skart eftir Neil Lane og taska eftir Ferragamoog settu punktuinn yfir i-ið á heildarlúkki Jennifer.
Camilla Alves
Kona Matthew McConaughey er ákaflega smart kona og klæddist einum af flottustu kjólum gærkvöldsins að mínu mati. Kjóllinn er úr smiðju Gabriela Cadena.
Þær óléttu, Kerry Washington og Olivia Wilde
Leikkonurnar Kerry Washington og Olivia Wilde geisluðu, óléttar og klæddust báðar gullfallegum kjólum
Fjólublár silkikjóll eftir Jason Wu fór Kerry einstaklega vel.
Svartur, látslaus Valentino kjóll.
Hvíta línan á bakhluta kjólsins er aðalatriðið.
Lupita Nyong’o
Vá. Prada kjóll sem hún sjálf hjálpaði til við að hanna. Liturinn fer henni svo einstaklega vel.
______
Fleiri tískufréttir af hátíðinni eru svo:
Ljósi liturinn allsráðandi
Þær stjörnur sem mættu í ljósum kjól féllu svo sannarlega í fjöldan.
Lady Gaga í glæsilegum kjól
Þetta gerðist! Lady Gaga skildi látalætin eftir heima og mætti í stórglæsilegum Versace kjól. Klapp, klapp fyrir því!
Tískuslysin
Þau voru frekar fá að þessu sinni. Þessi tvö verð ég þó að sýna! Æ, æ!
Sjá fleiri myndir af rauða dreglinum hér fyrir neðan
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com