Þegar ég sá þessar myndir í kínverska vogue, gat ég ekki annað en leyft ykkur að njóta líka. Ljósmyndarinn heitir Sölve Sundsbö en hún er norsk og starfar frá London.
Myndirnar eru sláandi fallegar, stíliseringin unnin af Marie Chaix með árið 1960 í huga. Fyrirsætan er japönsk hún heitir Tao Okamoto og er greinilega mjög fjölhæf og flott fyrirsæta og pósurnar geggjaðar. Ég er ekki frá því að mér fannst ég sjá stíl Twiggy s á japönsku fyrirsætunni þar sem hún klæðist gula kjólnum frá hönnuð miu miu.
Ótrúlega stílhrein og töff myndataka og ég myndi ekkert verða neitt rosalega brjáluð ef rauði silkikjólinn myndi bætast í fataherbergið.
Smelltu á myndirnar í galleríinu til að stækka þær upp og fletta:
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.