Kim Kardashian var valin kona ársins af tímaritinu GQ í gærkvöldi en þar voru saman komnar allar helstu stjörnurnar í dag.
Í þakkarræðu sinni gaf Kim eiginmanni sínum Kanye endalaust hrós og sagði hann eiginlega eiga heiðurinn að þessu þar sem hann léti henni líða eins og “konu ársins” alla daga.
Parið lét einstaklega vel að hvort öðru meðan á hátíðinni stóð en hún fór fram i Konunglegu Óperunni í Covent Garden. Kim var klædd í einstaklega furðulegan kjól, einhverskonar bdsm innblásna leðursamfellu/sundbol með silfruðu blúndupilsi sem nær upp undir brjóstin. Hönnuðir kjólsins eru Ralph & Russo og gárungar eru enn sem komið er harla óvissir um hvort það eigi að elska hann eða hata. Perez Hilton er amk orðlaus… enn sem komið er.
Hún hefur oft verið djörf í klæðaburði en það er eflaust óhætt að segja að þetta dress toppi allt sem hún hefur sýnt sig í áður.
Fleiri fengu verðlaun hjá GQ þetta árið, meðal annars Iggy Pop sem var valinn Icon ársins og Pharrell Williams sem fékk titilinn sóló listamaður ársins. Þá var Van Morrison kosin goðsögn ársins og Ringo Starr var sá fremsti í mannréttindarmálum að mati GQ.
Töluvert vantaði upp á að konur fengju áhugaverð verðlaun sem ‘menn’ ársins að mati GQ en kannski stafar það að af því að GQ er karlablað. Gæti verið?
Lestu allt um verðlaunahafa hér á heimasíðu GQ
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.