Þið kannist við selfie æðið sem stendur nú yfir, ekki satt? Kim Kardashian er ein þeirra sem hefur heldur betur tekið þátt í því. Þið sem eltið Kim Kardashian á Instagram hafið eflaust séð nokkrar slíkar.
Nú hefur frúin þó ákveðið að taka þetta æði skrefinu lengra og gefa út bók, selfie bók! Þessi bók mun innihalda 352 blaðsíður af myndum hennar sem hún hefur tekið af sjálfri sér.
Bókin kemur út í apríl á næsta ári og mun kosta litla 19,95 dollara sem eru um það bil 2.300 kr. Gjöf en ekki gjald fyrir hnausþykka coffee table bók af Kim Kardashian!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com