Kim Kardashian (33): Lætur aðra um að spreða í brúðkaupið í júní

Kim Kardashian (33): Lætur aðra um að spreða í brúðkaupið í júní

article-2529564-1A4876B000000578-942_634x632

Kim Kardashian og Kanye West eru á fullu þessa dagana að undirbúa brúðkaup sitt sem verður í júní.

Kim hefur alltaf dreymt um að vera brúður í júní og draumur hennar rætist í sumar. Turtildúfurnar hafa verið ansi dugleg að skoða staði í París en þar mun brúðkaupið fara fram. Þau fá samt ekki að gifta sig í Versölum eins og þau höfðu vonast til því þeim var neitað! Greinilega ekki hægt að fá allt fyrir peninga og frægð.

Paris Fashion Week - Givenchy Front Row - Paris

Kim er viðskiptakona af guðs náð og hefur náð að sannfæra Kanye að leyfa sjónvarpsstöðinni E! að taka brúðkaupið og allt írafárið í kringum það upp því þá borga þau brúsann (eða mest allt) og parið getur bara notið þess að eiga alla milljónirnar sínar áfram. Eða milljarðana.

EXCLUSIVE: Kim Kardashian and Kanye West shopping in New York City

Síðast þegar Kim gekk upp að altarinu og giftist Kris Humphries þá sá sjónvarpsstöðin um allt og Kim fannst það mjög þægilegt, hún þurfti ekki að spá í neinu en E! sá um að skaffa öryggisverði og allar græjur. Þannig getur Kim verið viss um að allt gangi hnökralaust fyrir sig á stóra daginn.

Heyrst hefur að brúðkaupið muni kosta ansi margar milljónir en Kim er ekki þekkt fyrir að hafa ódýran smekk og smekkur Kanye er ennþá dýrari! Þetta verður eitthvað.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest