Kim & Kanye: Hér er North West – Svona lítur hún út!

Kim & Kanye: Hér er North West – Svona lítur hún út!

Twitter

Þá er stundin loksins runnin upp og alheimurinn fær að sjá hina krúttlegu og sætu North West í fyrsta sinn.

Við sem höfum beðið eins og börn á jólunum með að sjá litlu dömuna erum ekki svikin af fegurð og krúttleika hennnar.  North er með mikið svart hár og svei mér þá ef hún er ekki svolítið mikið lík mömmu sinni!

Kanye “frumsýndi” North í spjallþætti tengdó og á meðan á viðtalinu stóð stríddi Kris Kanye svolítið og sagði að hann væri orðinn mjög mjúkur en Kanye bað hana vinsamlega ekki að kalla sig mjúkan en hann þyrfti að halda “hardcore” orðspori sem rappari.

FOX

Kanye virtist þó vera afar afslappaður í kringum Kris og var afar opinn þegar kom að ræða samband hans og Kim. Kanye sagði að honum hefði alltaf dreymt um að Kim yrði konan hans og eftir að hann varð pabbi þá getur hann ekki beðið eftir því að komast heim til sín eftir vinnu til þess að vera með fjölskyldunni sinni.

Hér að neðan er brot úr þættinum:

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ZenRuLSVK9A[/youtube]

North West er afar falleg stelpa og mikið er gott að heyra að Kanye er alsæll með lífið og elski það að vera pabbi og kærasti.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest