
Kim Kardashian á ekki langt í að vera komin í sama form og hún var í áður en hún varð ólétt að NorthWest en hún fæddi í júní síðastliðnum.
Fljótlega eftir fæðingu byrjaði hún að leggja ofuráherslu á að komast aftur í sama formið og töfrabragðið mikla er gamli góði Atkins megrunarkúrinn sem byggir á hinum geysivinsæla lágkolvetnalífsstíl.

Þegar parið var ólétt leyfðu þau sér hvað sem er í mataræðinu og borðuðu bæði það sem þau langaði til hverju sinni. Kim fannst nóg komið með það strax og stúlkubarnið kom í heiminn en nú ætlar bóndinn að fylgja á eftir og skella í sig beikoni og spæleggjum af miklum móð. Sjálfur bætti hann á sig tæpum 7 kg en Kim er búin að missa um 20 kíló síðan í júní!!

Bókin um Atkins kúrinn kom út árið 2002 og varð fljótlega gríðarlega vinsæl en Kim hefur lengi haldið mjög upp á þessa aðferð til að grenna sig. Að sögn vina hennar sleppir hún þó byrjun prógrammsins þar sem ÖLL kolvetni eru á bannlista og leyfir sér gróft pasta og brún hrísgrjón til að halda heilsu og orku meðan hún er með barnið sitt á brjósti.
Hjónaleysin æfa á fullu í Bootcamp og mæta saman á æfingar en það verður gaman að sjá árangurinn hjá þeim eins og öllum öðrum sem taka sig vel á í hreyfingu og mataræði.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.