Ragnhildur Sigurðardóttir eða Ragga eins og hún er oftast kölluð er 27 ára förðunarfræðingur sem býr á Akureyri.
Hvaða förðunar/snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér í augnablikinu ?
Þær förðunarvörur sem er í uppáhaldi hjá mér þessa dagana eru Anastasia Beverly hills dipbrow pomade. Ég skil vel allt umtalið um þessa vöru hún er algjörlega frábær, mæli hiklaust með henni þetta er augabrúnavara sem er vel þess virði að prófa. Það þarf bara örlítið í burstann til þess að búa til fallegar og mótaðar brúnir.
Anastasia beverly hills contour kit, falleg skygging klikkar aldrei og mikill misskilningur að hún þurfi alltaf að vera mjög áberandi. Pallettan inniheldur sex liti þrjá dekkri liti til að skyggja, tvo ljósa og highlight. Nú er líka hægt að útbúa sína eigin pallettu þar sem er hægt að að kaupa staka liti.
Too faced Boudoir eyes eru virkilega fallegir augnskuggar sem henta vel bæði í létta dagsförðun en líka flotta smokey förðun. Það er auðvelt að blanda þá því þeir eru silkimjúkir og haldast líka vel á. Ég er mjög ánægð með þessa pallettu enda þurfti ég aðeins að hvíla UD Naked3 og Smashbox augnskuggana mína !
YSL rouge volupté shine 15 þennan varalit notaði ég í allt sumar og er ekki alveg tilbúin að fara í dekkri haustatónana strax ! Áferðin er svo létt og falleg en líka passlega mikill gljái.
Sensai bronzing gel verð ég alltaf að eiga í snyrtiveskinu, nota það alltaf þá daga sem mig langar ekki að vera með farða en langar að húðin sé samt falleg.
Nýju Real Techniques burstarnir mínir eru einnig í sérstöku uppáhaldi
Hvert er uppáhalds meikið ?
Hér verð ég að nefna þrjú L’oréal true match, L’oréal lumi og Dior nude. Þó ég sé alltaf að prufa ný meik þá eru þessi langbest.
Hvaða vörur notar þú til að hreinsa húðina ?
Ég breyti mjög oft um bæði förðunar og hreinsivörur. Þar sem ég er dugleg að nota farða er finnst mér Clarisonic burstinn minn alveg ómissandi til þess ná burt öllum óhreinindum og halda húðinni fallegri. Ég hef lengi notað Guinot Cleansing Cream kaupa hana alltaf aftur og aftur en í augnablikinu er ég að nota Origins frothy face wash. Til þess að ná burtu augnfarðanum nota ég Body Shop camomile olíuna.
Hvaða krem er best ?
Eins og er þá er ég að nota krem frá Origins núna þá dagkrem, næturkrem og augnkrem og líkar mjög vel. Annars er ég mjög hrifin af Ole Hendricksen kremunum, Murad og Philosophy.
Áttu þér uppáhalds merki?
Já þau eru nokkur Mac, Urban Decay, L’oréal, Anastacia Beverly hills, Benefit, Too faced og Smashbox eru mín uppáhaldsmerki.
Hvers konar förðun ertu hrifnust af ?
Falleg ljómandi og highlight-uð húð, áberandi eyeliner og fallegar ljósar varir myndi ég segja að væri í mestu uppáhaldi. Hvort sem ég er að farða sjálfa mig eða aðra þá finnst mér eyeliner og augnförðun í náttúrulegum litum alltaf koma vel út. Ég líka mjög hrifin af gerviaugnhárum til þess að fullkomna
Hér sjáiði svo snyrtiaðstöðuna hennar Röggu , ótrúlega flott og vel skipulagt fyrir allt dótið hennar. Algjör Pjattrófudraumur…
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com