Rósa í Feldberg hefur lengi verið áberandi í mannlífi miðborgarinnar en hún vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Sometime fyrir extravagant og flotta búninga, förðun og greiðslur sem hún fékk oft hjálp besta vinar síns Ása til að útfæra (Ásgrímur Már stílisti og hönnuður).
Rósa hefur sinn eigin sérstaka stíl og hefur lengi safnað kjólum. Hún minnir mig alltaf á ævintýraprinsessuna sem átti 365 kjóla og fór í nýjan á hverjum degi enda er stóri antík-fataskápurinn hennar Rósu fullur af kjólum í öllum litum, sniðum og mynstrum.
Skápurinn á sér líka sérstaka sögu því Rósa safnaði sér sjálf fyrir honum aðeins 14 ára gömul þar sem hún neitaði að leyfa mömmu sinni að kaupa “einhvern fataskáp úr Ikea”.
Til að leggja áherslu á hvað Rósa er mikill fagurkeri þá var hún líka búin að velja sér og byrjuð að safna borðstelli fyrir fermingu og fékk fyrstu bollana og undirskálarnar í fermingargjöf, hún er enn að safna í það 17 árum seinna 😉
Ég leit í heimsókn til Rósu og fékk að sjá 10 uppáhaldflíkur hennar og fylgihluti þessa stundina.
Feldberg var svo að koma með nýtt myndband við lagið Dreamin og það má sjá hér:
Feldberg – Dreamin from Thom Coffey on Vimeo.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.