Leikarinn Kevin Spacey neitar því að hafa borgað forseta Mexíkó, Enrique Pena Nieto, 8 milljónir dollara fyrir að fá að sitja á mynd með honum fyrr í þessum mánuði.
7. maí síðastliðinn setti leikarinn mynd af sér með Nieto á Twitter og skrifaði með myndinni:
“1 President is real. W/Pres Nieto in #Mexico. Good meeting a man also making progress in his 1st year in office.“
Undanfarna daga hinsvegar hafa verið í gangi orðrómar um að Spacey hafi greitt stóra summu fyrir að fá að sitja með forsetanum á mynd.
Einn slúðurmiðillinn hélt því meira að segja fram að hann hefði borgað 8 milljónir dollara fyrir myndina.
Spacey var allt annað en ánægður með orðróminn og skrifaði á Twitter:
„Það er ekki rétt að ég hafi borgað 8 milljónir dollara fyrir myndina af mér með forseta Mexíkó. Var í Mexíkó í öðrum erindagjörðum. Að hitta forsetann var ekki planað.“
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.