Þig hefði kannski ekki grunað að vöfflurnar kæmu aftur… en auðvitað gerðu þær það… eins og allt annað.
Vöfflur voru það alheitasta frá 1983-84 og hver einasta fermingarstelpa var með vöfflur í hárinu á fermingarmyndum þessi ár.
Svo fóru vöfflujárnin niður í geymslu og hafa rétt skotið upp kollinum í mýflugumynd þar til í fyrra að stelpur fóru að skjást með flottar vöfflur á tískupöllunum. Fyrst í fyrra og svo enn meira í ár.
Að vaffla hárið tekur oft smá tíma og það er gaman að gera þetta saman. Smá svona “female bonding” áður en haldið er út í nóttina. Þarft ekki að krumpa allt í einu. Bara lokk og lokk og svo er flott að krulla og mixa þessu upp eins og gellan á myndinni hér fyrir ofan.
Vöffluaðferðin:
Þvoðu hárið og notaðu hárnæringu. Þurrkaðu það vel.
Mundu að nota hitavörn því vöfflujárnið fer ekki vel með hár frekar en sléttu eða krullujárn. Skiptu hárinu upp í lokka með klemmum eða spennum. Ekki renna járninu eftir hárinu. Taktu eitt svæði einu, haltu járninu í nokkrar sekúndur og slepptu. Færðu járnið og taktu næsta svæði. Þetta er ekki flókið. Taktu þér bara tíma og gerðu þetta í rólegheitum eða fáðu vinkonu þína í málið.
Voila! Megabeib!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.