Það er sælla að gefa en þiggja og sérlega gaman er að gefa jólapakkann sem er sá allra fallegasti undir trénu!
Þá erum við ekki að tala um eitthvað hnoð og krump með ósköpunum af límbandi og svo þunnann pappír að gjöfin sést í gegn og göt komin á hornin. Nei! Við erum að tala um íðilfagran gjafapakka sem sjálf Martha Stewart yrði montin af að hafa pakkað inn!
Hjá Grene systrum er hægt að kaupa kynstrin öll af jólapunti á frábæru verði, borða, kúlur og hverskyns skreytingar á pakkana sem fegra bæði þitt heimili og annara yfir jólin.
Hér er skemmtilegt myndband frá dönsku systrunum sem sýnir þér nokkrar hugmyndir að því hvernig hægt er að útbúa ósköp sæta jólapakka.
Prófaðu að nota allt í sama lit eða velja saman nokkra fallega liti t.d. í pastel tónum. Skreyttu af hjartans lyst og dreyptu á Baileys/kanil jólakakóbolla meðan þú hlustar á jólalögin hans Elvis Presley eða Ellýar Vilhjálms.
Þetta er allt að bresta á darling!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.