Internetið er fullt af myndböndum þar sem manni er kennt ýmislegt á milli himins og jarðar. Mig hefur alltaf langað til að kunna að skreyta neglurnar mínar sjálf, en undanfarið hef ég verið að nota svokölluð naglalakka öpp.
Eftir stutta leit rakst ég á þetta myndband hérna að neðan, en það kennir þér að búa til tól til að geta doppur á neglurnar þínar úr hlutum sem þú átt ábyggilega heima hjá þér og þannig getur þú sparað þér pening og sleppt að kaupa sérstakt naglalakkadopputól.
Nú bara horfa á myndbandið, finna svo rétta tólið, safna saman naglalökkunum þínum og leika!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=rVdDZFODwkE/[/youtube]Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.