Um leið og mér finnst mjög eftirsóknarvert að vera meðvitaður neytandi og styðja við íslenskt framtak og atvinnulíf getur líka verið gott að kunna að spara peninga.
Þessvegna smellti ég strax þegar Sigrún Sigurgeirsdóttir, elskuleg móðursystir mín, setti eftirfarandi snilld á Facebook vegginn sinn. Við litla fólkið þurfum nefninlega yfirleitt að stytta ALLAR buxur sem við kaupum ef þær eiga að passa vel en auðvitað er maður ekki með saumastofu á bak við hús til að græja málin, overlock vél og the works eins og sagt er á fagmálinu. Hér þarftu þó að eiga saumavél. Einfaldasta gerðin dugar.
Lausnin er einfaldari en þig gæti grunað.
1. Farðu í buxurnar og finndu út síddina. Festu með títuprjónum. Brettu skálmina upp svo að faldurinn á skálminni sé aðeins fyrir ofan þann stað og festu aftur með títuprjón.
2. Faldaðu ofan í upprunalega sauminn eins og sést á myndinni…
4. Þá lítur þetta svona út.
KOMIÐ! Tekur í mesta lagi korter…. ótrúlega snjallt!
Uppruni og meiri fróðleikur hér
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.