Kennsla: Rómantísk kvöldförðun með Benecos-vörum

Kennsla: Rómantísk kvöldförðun með Benecos-vörum

Screen Shot 2013-10-07 at 8.53.56 PM

Fyrir stuttu fjallaði ég um lífrænar snyrtivörur, paraben-fría fegurð og lífræna snyrtivörumerkið Benecos.

Ég fékk tækifæri til að kynna mér Benecos enn betur og búa til nokkur falleg förðunarútlit með vörunum.

Ég var eins og barn í Nammlandi þegar ég fékk tækifæri til að leika mér með allar Benecos-vörurnar, mögulega var ég í speglinum að mála mig stanslaust yfir heila helgi (orðið mögulega er hér notað ,,lauslega”).

Með vörunum frá Benecos setti ég saman nokkur útlit. Eitt af þeim er þetta kvöldlúkk sem kom virkilega vel út. Rómantískt og fallegt, fullkomið fyrir stefnumót eða fínt boð.

Screen Shot 2013-10-17 at 8.43.15 AM

Allt við þetta útlit er í raun bæði klassískt og staðlað. Skyggingin er hin gamla góða bananaskygging (banana, ég veit – ekki sexý nafn) ásamt blautum eye-liner. Á kinnarnar blandaði ég saman ferskjubleikum og ljósbleikum kinnalitum. Varirnar eru látlausar en með áherslu á varablýantinn svo þær hverfi ekki alveg.

Litirnir sem ég notaði á augun voru ýmist fölbleikir tónar og fjólubláir, en það er litur sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Fjólublár fer öllum augnlitum ótrúlega vel og það er gaman að leika sér með hann enda getur hann farið frá látlausum lilla-lit yfir í djúpan dökkfljólubláan. Það gefur skyggingunni og augunum sjálfum mikla dýpt.

Vörurnar sem ég notaði:

big_4843

Andlit: Ég blandaði saman tveimur fljótandi förðum í litunum Honey og Caramel til að fá alveg réttan litatón. Til að fela bauga og bólur (,,hvaða bólur?”) notaði ég hyljarann Beige. Yfir allt andlitið notaði ég síðan matt púður í litnum Beige og skyggði kinnbeinin með sólarpúðrinu Toasted Toffee. Á kinnarnar notaði ég síðan tvo kinnaliti, Sassy Salmon á allt kinnsvæðið og loks Rose Mallow á bollukinnarnar góðu.

big_3335

Augun: Yfir allt augnlokið fór ljósbleikur litur í augnskuggatvennunni Fruits. Á augnbeinið notaði ég tvo fjólubláa liti og skyggði með, annarsvegar úr fyrrnefndri Fruits og fallegri pallettu sem heitir einfaldlega Natual Quattro 001. Úr sömu pallettu notaði ég ljósperlaðan lit til að lýsa augnsvæðið undir augabrúninni, augnkrókinn og undir hann. Inn í augað setti ég svo hvítan augnblýant en líkt og svartur blýantur minnkar augað þá stækkar hvíti liturinn. Þannig virkar augað bæði stærra og bjartara. Að lokum notaði ég blautan eyeliner Natural Liquid Liner og maskarann Maximum Volume.

image2Varir: Fyrst skerpti ég varirnar (og stækkaði smá..) með varablýantinum Brown. Fyrir varafátækar konur getur brúnbleikur varablýantur gert meira en metnaðarfullur lýtalæknir. Þar á eftir setti ég varalitinn Peach á mig og að lokum bleiklitt gloss í litnum Rose.

Augabrúnir: Ég þarf að teikna á mig augabrúnir því mínar eru tímabundið fjarverandi. Þess vegna er mikilvægt að vera með góðan blýant og réttan litatón. Hér er ég með litinn Gentle Brown.

 

 

 

 

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest