Þessir sjúklega flottu augnskuggar eru nýju litirnir úr haust/vetrar línu Chanel fyrir veturinn 2014/15.
Förðunarlína Chanel er í heild sinni einstaklega vel heppnuð að mínu mati en hún samanstendur línan af girnilegum augnskuggum, naglalökkum, varalitum og fleira góðgæti.
Litirnir einkennast af bleikum, fjólubláum og brúnum mismunandi tónum með ljósum litum í bland. Ég fékk að prófa tvenna augnskugga frá þeim og langar til að sýna hér förðun sem ég gerði. Áferðin af augnskuggunum var silkimjúk og litirnir sterkir og sem er alltaf mjög góður kostur þegar kemur að augnskuggum. Þeir endast líka mjög lengi og það er auðvelt og þægilegt að vinna með þá enda eðalvara.
Ombre Essentielle – 115 Admiration
Ombre Essentiell – 112 Pulsion
Svona framkvæmdi ég förðunina:
- Ég byrjaði á því að setja gula litinn yfir allt augnlokið og mýkti hann með mjúkum bursta
- Næst setti ég svartan eyeliner alveg við augnhárin og mótaði hann út (gerði ”cat-eyes”). Ég setti eyelinerinn einnig ”inn í” augun.
- Fjólubláa litinn setti ég í enda augnlokanna og notaði eyelinerinn sem viðmið um hversu langt ég fór út með skuggann. Ég setti fjólubláa litinn einnig undir augun við augnhárin hálfa leið.
- Næsta skref var að mýkja öll skil.
- Ég endaði á því að setja maskara og gerviaugnhár.
Hvet ykkur að kíkja á þessu flottu línu!
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com