Flestir augnskuggatónar líta vel út á öllum augnlitum en hægt er að finna liti sem tóna sérstaklega vel við ákveðna augnliti. Þeir draga fram augnlitinn og gera hann meira áberandi.
Hér til hliðar er mynd af litahjólinu. Það er notað í allskonar tilgangi og einnig er hægt að nota það í förðun!
Þá er hægt að sjá hvaða litir eru andstæður. Þeir litir sem eru andstæður þíns augnlits draga fram augnlitinn þinn!
Sem dæmi; þær sem eru með blá augu horfa á bláa litinn á hjólinu og sjá að appelsínugulur/rauður er beint á móti. Þá eru þessir litir rosa flottir á bláum augum.
Síðan er hægt að færa litina í tóna sem henta betur í förðun, því maður vill kannski ekki vera með skær rauð/appelsínugulan augnskugga.
Kopar, Rústrauður, Sanseraður appelsínugulur, bleiktóna litir, bronslitir, gullitaður, hlýjir brúnir litir..
Hlýju litirnir eru andstæður kalda bláa augnlitsins og draga hann þess vegna fram!
Svanhildur Guðrún sporðdreki sem fæddist árið 1993, sama ár og Spice Girls urðu til. Hún er förðunarfræðingur, útskrifuð úr Reykjavik Makeup School með næst hæstu einkunn úr sínum bekk. Svanhildur hefur óþrjótandi áhuga á förðun og öllu sem henni við kemur, en líka á heilsu, hreyfingu, útivist og Friends. “Friends þáttur á dag kemur skapinu í lag,” er hennar mottó > facebook.com/svanhildurmakeup