Katy Perry er alltaf með flawless make up og virðist ekki kæra sig um neitt sem heitir náttúrulegt – hún tekur þetta alla leið. Litir á vörum, gerviaugnhár, dúpar skyggingar og eyeliner einkenna förðun hennar.
Hér eru nokkrar vörur og aðferðir sem ég myndi nota til að ná fram gylltri Katy Perry augnförðun.
Ég myndi byrja á að hylja augnsvæðið vel með Cover all mix frá Make Up store til að fá “flawless” svæði sem mér finnst mikilvægasta skrefið í förðun – ef þú átt ekki hyljara mæli ég með að þú farir rakleiðis í næstu snyrtivöruverslun og leitir ráðgjafar.
Næst skaltu bera primer yfir augnlokið til að förðunin haldist á sínum staðið og ekki komi rákir í augnskuggann.
Berðu Vanilla augnskugga frá MAC yfir allt augnsvæðið til að birta það upp og matta og Powdery Nut frá MUS (Make up store) yfir svæðið undir augnbeininu til að fá smá dýpt áður en þú setur gyllta litinn Woodwinked frá MAC ofan á, á sama stað með áherslu á “bananaskygginguna”. Dregur hann líka undir augað.
Til að fá enn meiri dýpt og “glam” berðu Lounge eyedust frá MUS í endann á skyggingunni eða Glam Choc fyrir ENN meiri dýpt og kattaraugu. Fyrir þá sem vilja meira matt þá myndi ég nota Deadly frá MUS yfir í endann. Gott er að einblína á að ná að dekkja vel í endann á auganu til að ná “kettinum”.
Til að ramma inn augun nota ég Teddy frá MAC eða Seduced by the Dark frá MUS augnblýanta en þeir eru báðir dökkbrúnir. Línan þarf ekki að vera fullkomin því ég nota svo pensil til að blanda línuna og gera hana mýkri. Ég set línuna líka undir hálft augað til að loka skyggingunni og smudge-a hana.
Best er að nota góða blöndunarbursta í þessa skyggingu og betra að byrja lítið og bæta svo við.
(Til að “mastera” þetta myndi ég nota uppáhalds maskarann minn frá Dior, Blackout – en hann er algjörlega spari. Nota Max lashes frá MUS þess á milli en mér finnst hann komast næst Dior :))
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.