Með því að nota svokallaðan “highlighter” á rétta staði á andlitinu er hægt að láta varir virka stærri, kinnbein hærri og andlitið fær á sig fallegan ljóma. Þetta getur gert kraftaverk ef þú ert að kljást við þreytta og líflausa húð.
Þú færð highlighter í púður, -krem og hyljaraformi. Svo er líka hægt að nota ljósan, sanseraðan augnskugga og hann gerir nánast það sama.
Highlighter-inn veitir góða mótstöðu við skyggingu eins frá sólarpúðri: Ljósir litir stækka, dökkir litir draga úr.
Staðirnir sem best er að nota highlighter:
- Á augnbein
- Ofan á kinnbein
- Undir augu (í hyljaraformi)
- Á gagnaugu
- Fremst á nef og höku
- Á bogann fyrir ofan efri vör til að stækka varirnar
- Á mitt enni
- Á viðbein
Hér til hliðar er mynd með ágætis hugmyndum um hvar hægt er að setja bæði skyggingar og highlighter.
Endilega prófaðu sjálf heima við, sjáðu muninn og hvað þetta gerir mikið fyrir andlitið!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com