Eitt af því sem að mér finnst vera ómissandi í snyrtibudduna á veturna (og reyndar allan ársins hring) er svokallaður ‘highlighter’…
…Það á enn eftir að finna fullkomið íslenskt orð yfir þessa snyrtivöru en í rauninni er þetta púður eða krem sem gefur húðinni fallegan ljóma. ‘Highligher’ er oftast settur ofan á kinnbein, á efri vör, undir augabrúnir og í innri augnkróka en einnig getur verið fallegt að setja smá á bringubein og undir augu (ef ‘highlighterinn’ er ekki of glitrandi).
Hægt er að nálgast ‘highligter’ í krem- og púðurformi og í mismunandi litum. Fyrir þær sem vita ekki hvað hentar þeirra húðgerð og litarhafti ættu að spyrjast fyrir í búðum og fá að prófa mismunandi gerðir af ‘highlighter’. Svo má finna ótal myndbönd á YouTube sem sýna hvernig best er að nota slíkar vörur.
Alveg nauðsynlegt að eiga einn góðan ‘highlighter’ til að fríska upp á föla og þurra húð í vetur!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.