Er hárið orðið þurrt og þreytt, komin tími á klippingu en þú hefur ekki tíma? Þessi heimatílbúna blanda er algerlega tilvalin í hárið, þar sem undirstaðan í hári er prótín og yfir sumartímann þá á hárið til að þorna upp í sólinni.
Einnig eru skaðleg efni í andrúmsloftinu og hárið verður oft þreytt af öllum efnunum sem við setjum í hárið -hér er æðisleg prótín – bomba fyrir hárið þitt.
Það sem þú þarft áttu eflaust nú þegar í skápunum þínum heima:
2 egg
1/2 bolla af hreinni jógúrt
1/2 bolla af hunangi
1/2 bolla af ólivu olíu
1 hreint handklæði hitað á ofni.
1. Hrærðu eggin þar til þau verða létt eins og froða, bættu þá olifuolíunni við.
2. Hrærðu vel saman egginu og ólivuolíunni, bættu við jógurtinu, hrærðu þessu saman þar til blandan er eins og krem, bættu núna við hunanginu.
3. Greiddu hárið mjög vel með bursta, settu nú blönduna í hárið byrjaðu frá hárrótinni og síðan vinnur þú blönduna niður (eins og þú værir með hárnæringu), greiddu þér vel.
4. Vefðu hárinu í heita handklæðið og hafðu blönduna á í 20-30 mínútur áður en þú skolar hárið og þværð það með sjampó.
Verði hárinu að góðu enda orðið glansandi fallegt!
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.