Franska snyrtivörumerkið Bourjois kom núna í vor með nýja augnblýanta línu. Þeir eru vatnsheldir og koma í ótrúlega flottum litum!
Þeir heita Contour Clubbing, eru vatnsheldir og sérstaklega hannaðir til þess að endast lengi.
Þeir koma í flottu litaúrvali – allt frá svörtum og yfir í skærbleikan, hægt er að leika sér endalaust með þá og þessir neon-skæru eru mjög sumarlegir.
Ég prófaði þá og líkar mjög vel. Það kemur mikill litur af þeim, þeir endast mjög vel og haldast vel í votlínunni.
Oft vill það til að augnblýantar haldast ekki í votlínunni en það á ekki við um þessa, þeir endast allan daginn og allt kvöldið, enda eru þeir hannaðir til að endast á djamminu – alla nóttina 😉
Mér fannst mjög gaman að þessum skæru og ég gerði tvær farðanir til að sýna, eina með bleika blýantnum (nr 58 pink about you) og eina með grænbláa (59 dynamint).
Hægt er að gera endalausar útgáfur með þeim, það er t.d. rosa flott að nota navy bláa (56 blue it yourself) í línu á augnlokið og blanda hana síðan út til að gera hana aðeins mýkri.
Einnig væri flott að nota ljósbrúna sanseraða blýantinn (60 taupe of the top) í línu á augnlokið með ljósbrúnum augnskugga og smá skyggingu eða undir augun – það eru endalausir möguleikar!
Svarti augnblýanturinn kemur vel svartur út og er rosalega hentugur í allt, bæði á augnlokið, í kringum augun og inn í votlínu. Litur sem allar konur ættu að hafa í snyrtitöskunni sinni.
Hér eru myndir af förðunninni sem ég gerði með bleika blýantum, ekki hin hefðbundna förðun en það er alltaf gaman að breyta aðeins til og gera eitthvað öðruvísi. Ég setti smá ljósbrúnan augnskugga í glóbuslínuna, svartan blautan eyeliner á augnlokið og dró hann út. Síðan setti ég bleika línu fyrir ofan svörtu.
Hér er mynd af förðuninni sem ég gerði með grænbláa blýantnum, þá gerði ég einfalda skyggingu á augun. Notaði ljós sanseraðan lit á augnlokið og ljósbrúnan og dökkbrúnan í glóbuslínu með svörtum eyeliner- hægt er að sjá hvernig ég geri það skref fyrir skref hér. Svo setti ég bláa blýantinn í votlínuna. Hann kemur rosalega vel út á bláum augum, gerir augnlitinn bjartari.
Svanhildur Guðrún sporðdreki sem fæddist árið 1993, sama ár og Spice Girls urðu til. Hún er förðunarfræðingur, útskrifuð úr Reykjavik Makeup School með næst hæstu einkunn úr sínum bekk. Svanhildur hefur óþrjótandi áhuga á förðun og öllu sem henni við kemur, en líka á heilsu, hreyfingu, útivist og Friends. “Friends þáttur á dag kemur skapinu í lag,” er hennar mottó > facebook.com/svanhildurmakeup