Pjattrófurnar fengu bón um að kenna förðun sem tæki ekki meira en 5 mínútur og þar sem förðunar-rútínan mín tekur ekki lengri tíma á morgnana (þegar litlir gríslingar trufla mig ekki) deili ég henni hér:
Taktu til…
Litað dagkrem, hyljara, púður, svartan eða brúnan eyeliner, sólarpúður, maskari og gloss eða varasalva.
Förðunin byrjar eftir að ég er búin að þvo mér í framan og setja á mig rakakrem, oftast klæði ég mig eftir þetta til að rakinn nái að fara inn í húðina áður en ég held áfram.
- Húð:Fyrst set ég á mig dagkrem (þessa dagana er það Kanebo Sensai cellular performance).
- Hylja: Því næst er það hyljari undir augu, á nasavængi, höku og þar sem hugsanlega eru bólur eða roði (Clinique all about eyes).
- Skerpa: Svo dúmpa ég létt yfir með púðri á T-svæði og augnlok (L’Oreal powdered mineral foundation) og set sólapúður þar sem sólin fellur á andlitið, kinnar, enni nef.. (Lancome Poudre elephant teint)
- Augu: Greiði augabrúnirnar,skerpi þær með blýant, (shiseido eyebrow pencil) set augnblýant meðfram augnhárunum yfir og undir og lýk með maskara. ( MAC feline eyepencil, Great Lash frá Maybelline).
- Varir: Síðasta skrefið er gloss eða varasalvi og þú ert orðin súper fersk og fín. ( YSL Pur no. 3 eða MAC tinted lip conditioner SPF 15)
Á Youtube eru mörg kennslumyndbönd með mismunandi 5 mínútna förðunar-ráðum, eins og þetta:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=uGWz4AqtBhI[/youtube]
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.