Ég ætla að sýna hvernig hægt er að gera einfalda kvöldförðun skref fyrir skref. Byrjað er á að setja meik, hyljara, sólarpúður og kinnalit, einnig setti ég smá lit í augabrúnirnar.
Skref 1.
Gott er að setja primer á augnlokin, þá helst augnskugginn betur og hann kemur skarpari út. Ég notaði primer frá NYX sem er með glimmeri. Ég byrjaði á að setja hann yfir allt augnlokið. Næst setti ég sanseraðan ljósbrúnan lit yfir allt augnlokið (upp að glóbuslínunni) ég notaði lit númer 153 frá Inglot.
Skref 2.
Næst setti ég mattan ljósbrúnan lit í glóbuslínuna og dreyfði úr honum svo að það verði ekki skörp skil. Ég notaði lit númer 360 frá Inglot.
Skref 3.
Til að fá aðeins meiri dýpt í förðunina setti ég mattan dökkbrúnan á ysta part augnloksins og svo aðeins upp í glóbuslínuna. Ég notaði lit númer 326 frá Inglot í það.
Hérna er hann óblandaður en næsta mynd sýnir þegar ég er búin að blanda hann út, mikilvægt er að blanda litina vel til að augnskugginn flæði vel og að það séu ekki skörp skil.
Skref 4.
Að lokum er settur eyeliner, hvort sem það er blýantur eða blautur. Ég notaði svartan gel eyeliner frá Inglot. Síðan setti ég maskara og ljósan gloss á varirnar.
// www.facebook.com/svanhildur makeup <3
Svanhildur Guðrún sporðdreki sem fæddist árið 1993, sama ár og Spice Girls urðu til. Hún er förðunarfræðingur, útskrifuð úr Reykjavik Makeup School með næst hæstu einkunn úr sínum bekk. Svanhildur hefur óþrjótandi áhuga á förðun og öllu sem henni við kemur, en líka á heilsu, hreyfingu, útivist og Friends. “Friends þáttur á dag kemur skapinu í lag,” er hennar mottó > facebook.com/svanhildurmakeup