Haust 2011 lína Ninu Ricci hreif mig strax…rómantísk, súper kvenleg og ‘glamúröss’. Beibí-pastel litir eru einkennndi fyrir þessa línu ásamt svörtum flíkum úr ull og blúndu….
…Þó að sjálfar flíkurnar séu allar virkilega girnilegar og spennandi í þessari línu þá fangaði hárið og ‘meiköppið’ mest alla athygli mína þegar ég renndi yfir myndir af sýningunni. Hárið var nett úfið og ‘messy’ með pínu túberingu í rótinni og tekið upp með spennum í hnakkann. Förðunin var svo mega sæt og krúttleg. Föl og slétt húð við úfnar augabrúnir og ábernadi bleikar varir. Ótrúlega fallegt!
Þessu ‘lúkki’ er alls ekki erfitt að ná fram. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar, skref fyrir skref í átt að þessu dúkkulega útliti:
- Byrjaðu með góðan grunn, hreinsaðu húðina vel og berðu á þig krem.
- Því næst skaltu nota góðan hyljara í kringum augun, nef og á allar bólur og roða.
- Næsta skref er farðinn. Berðu á þig eins ljósan farða og þú kemst upp með. Best væri að hafa farðann mattan og ég get mælt með meiki sem heitir ‘Matte Morphose’ og kemur frá L’Oréal. (Ég tók það fyrir um daginn í færslunni ‘Fimm af mínum uppáhalds vörum‘.)
- Þá eru það kinnarnar. Pííínu pons af ljósbleikum kinnalit aftarlega á epli kinnanna setur punktinn yfir i-ið og gerir hvern sem er að sætri dúkku. Slepptu öllum bronzer og sólarpúðri í þetta skipti.
- Fyrir þær sem þurfa á því að halda er fallegt að skerpa augabrúnirnar með brúnum lit og greiða þær upp til að gera þær svolítið úfnar og þykkar. Svo er flott að nota glært gel til að halda þeim á sínum stað, mæli með glæra augnbrúnagelinu frá GOSH.
- Augnförðuninni er hadið í lágmarki. Pínu ljósbrúnn augnskuggi yfir augnlokið sem er látinn ‘feida’ út rétt fyrir ofan augnlokið er nóg. Svo eru það tvær umferðir af svörtum maskara sem þykkir og hvítur eyliner í táralínuna.
- Þá er það lokaskrefið fyrir húðina, highligher. Uppáhaldið mitt; góður highligher ofan á kinnbeinin og í innri augnkróka gerir svakalega mikið fyrir húðina og gefur henni ferskt yfirbragð.
- Þetta look er svo toppað með fullkomnum baby-bleikum varalit sem á að vera miðpunktur förðunarinnar.
Fyrir þær með vilja taka þetta alla leið þá er tilvalið að skella sér í einhverja bleika flík og smella á sig stóru og áberandi perluhálsmeni eða flottri nælu.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.