Gigi Hadid, er ung fyrirsæta, verulega eftirsótt í fyrirsætuheiminum í dag. Hún er ótrúlega sæt og þekkt fyrir flottan stíl sinn.
Förðun Gigi er oftast fersk, bronslituð og frekar létt. Hún er með einstaklega fallega húð og leyfir hún húðinni því oftast að njóta sín. Mig langaði til að sýna hvernig má ná fram þessari fallegu förðun og gerði því förðun í anda hennar. Lýsinguna á förðuninni má sjá fyrir neðan myndirnar:
Húðin
- Ég byrjaði á því að blanda saman Bourjois healthy mix og Maybelline Superstay better skin förðunum saman til að ná fram rétta litnum og áferðinni sem ég vildi ná fram.
- Næst bar ég Pro concealer hyljarann frá L.A. girl undir augu, í kringum nefið og á hökuna
- Síðan notaði ég örlítið af strobe kreminu frá MAC á til að fá ljóma í húðina. Ég notaði svampin frá Real Techniques í öllum þrem skrefunum til að bera á og blanda.
- Ég dustaði svo smá púðri yfir “t-svæðið”, til að taka burt glansinn. Púðrið er frá Loréal og heitir True match.
- Ég notaði Harmony kinnalitinn frá MAC til að skyyggja undir kinnbein og á enni.
- Næst notaði ég krem highlite (cream color base) frá MAC sem ég bar á kinnbeinin, efri vör og nef. Liturinn heitir Pearl.
- Ég setti svo sólarpúður á kinnarnar og notaði það sem kinnalit. Sólarpúðrið er frá MAKE UP STORE og er í litnum Sun.
- Ég notaði brow wiz blýantinn frá Anastasia beverly hills til að fylla í augabrúnirnar, í litnum soft brown.
- Ég endaði svo á að bera örlítið af highlite púðri á kinnibeinin. Púðrið er frá MAC og heiti minieralize skinfinish og er í litnum Soft and gentle.
Augu
- Ég blandaði saman gull og ferskujulituðum augnskuggum saman úr aungskugga pallettunni frá Sleek (augnskuggarnir í miðjunni, í neðri línu í pallettunni. Sjá á mynd fyrir neðan).
- Ég notaði svo koparlitað pigment frá MAC og setti yfir allt augnlokið. Liturinn heitir Rushmetal.
- Næst mýkti ég með því að nota flöffí bursta með smá sólarpúðri á. Ég setti sólarpúððrið undir og á augnbeinið og leyfði því eyðast út. Ég setti smávegis af sólarpúðrinu undir augun líka
- Næst tók ég pigment frá MAC í litnum Vanialla og notaði til að lýsa upp augnkrókana og svæðið undir augabrúnum
- Ég dró svo svarta línu upp við aunghárin og myndaði „vængja“ eyeliner. Ég setti eyelinerinn líka „inn í“ augun. Eyelinerinn er frá MAKE UP STORE og heitir cake eyeliner.
- Ég endaði svo á að bera svartann maskara frá Lancome (Grandiose) á efri og neðri augnhárin, og límdi svo augnhár frá Tanya Burr til að fullkomna lúkkið.
Varir
- Ég blandaði saman tveim varalitum til að ná fram litnum sem ég vildi. Þeir eru báðir í nude lit og frá Maybelline. Litirnir heita Sultry sand og Tantalizing taupe.
Mér finnst þessi förðun einstaklega sumarleg og flott. Ef þið viljið gera þessa förðun heima þá er óþarfi að eiga allar sömu vörurnar og ég notaði, en þær gefa ykkur kannski hugmyndir.
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com