Í augnablikinu er ég að elska augnblýant frá The Body Shop, hann heitir Carbon eye definer.
Þessi blýantur kemur í 3 litum, ég fékk mér bláa en hinir eru brúnn og svartur. Þessi er samt nokkurn veginn svarblár og æðislegur til að setja vel í augnhára rótina og líka táralínuna eða til að “smudge-a” aðeins, mýkja línuna og hafa létt smokey bara með blýanti.
Carbon blýanturinn getur verið frekar mikið blár eða meira svartur, það fer eftir því hvort hann er teiknaður á og látinn vera þannig eða mýktur aðeins með svampi endanum, pensli eða jafnvel putta. Ef ég mýkji línuna þá set ég oft smá aftur yfir til að hafa bláa litinn meira áberandi.
Ég er svo hrifin af vörum sem geta verið notaðar á meira en einn hátt. Svona blýantur er líka tilvalinn sem smá grunnur undir augnskugga eða pigment/eyedust. Að setja lit á í nokkrum lögum eykur endinguna svo um munar, ég mála mig áður en ég fer út, ég nenni ekki að fara laga mig oft og þurfa að setja aftur og aftur á.
Ein helsta ástæðan fyrir því að ég skoða alltaf og tek síðan ástfóstri við dökkbláa blýanta er að það gefur mýkra útlit og ekki eins þungt og að nota svartan, það gerir augnhvítuna aðeins hvítari og skerpir augnlitinn.
Þegar ég set svona blátt á táralínuna þá er það ekki að minnka augun eins og svart gerir, en auðvitað má nota allskonar liti svona inn í augun.
Smelltu til að skoða hvernig ég nota blýantinn:
Katla lærði tísku og ljósmyndaförðun hjá Línu Rut haustið 1994. Hún hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist förðun, húð, tísku,útliti og hönnun. Katla hefur einnig sótt ljósmyndanámskeið, lært fatahönnun og saum og lokið einkaþjálfaranámi.
.