Ásdís hjá MAC kennir okkur hér að gera fullkomna Smokey förðun… eitthvað sem allar pjattrófur ættu að ná góðum tökum á.
Svo má nota meira, eða minna, fyrir dagförðun en það er fátt sem gerir jafn mikið fyrir augun og falleg smokey förðun. Prófaðu þig áfram með fleiri litum og mundu að það er alltaf hægt að þurrka málninguna í burtu. Æfðu þig jafnvel kvöldið áður…
Ásdís sýnir okkur líka hvernig er best að líma gerviaugnhárin á en þau gera mjög mikið fyrir flotta kvöldförðun, ramma augun inn. Þú getur fengið gerviaugnhár í öllum lengdum og gerðum. Bæði áberandi og náttúruleg.
En hér ætlum við að vera áberandi, glamúrus og glæsilegar fyrir kvöldið…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=h6-7aIX2GI4[/youtube]