Kennsla: Árshátíðarförðun með Benecos vörum – MYNDBAND

Kennsla: Árshátíðarförðun með Benecos vörum – MYNDBAND

makeup

Nú þegar styttist í jólahlaðborðin, árshátíðar og áramót er alltaf gaman að kynna sér nýjar leiðir í förðun.

Fyrir þær sem ekki eru vanar að farða sig meira en staðlaða aðgerðin ,,Maskari-púður-gloss-BÚIÐ!” getur þessi tilraunastarfsemi verði ansi yfirþyrmandi.

Hér fyrir neðan er stórskemmtilegt myndband með undirritaðri þar sem ég geri fremur einfalt (en glæsilegt) árshátíðarútlit með snyrtivörum frá lífræna merkinu Benecos.

Ef þú ert með æfingarakstur í förðun þá geturu einfaldlega fylgt mér eftir í myndbandinu og skapað svipað útlit og ég gerði.

[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=6M-9VlSOFpk[/youtube]

Ég vona að þetta myndband geti komið sér vel að notum fyrir þær sem eru ekki komnar með meirapróf í að mála sig.

Sjálf er ég ekki lærð á neinn hátt (ég fékk VHS-spólu um förðun í fermingargjöf) svo ef ég get þetta þá getur þú þetta líka.

Góða skemmtun!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest