Nú þegar styttist í jólahlaðborðin, árshátíðar og áramót er alltaf gaman að kynna sér nýjar leiðir í förðun.
Fyrir þær sem ekki eru vanar að farða sig meira en staðlaða aðgerðin ,,Maskari-púður-gloss-BÚIÐ!” getur þessi tilraunastarfsemi verði ansi yfirþyrmandi.
Hér fyrir neðan er stórskemmtilegt myndband með undirritaðri þar sem ég geri fremur einfalt (en glæsilegt) árshátíðarútlit með snyrtivörum frá lífræna merkinu Benecos.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=6M-9VlSOFpk[/youtube]Ef þú ert með æfingarakstur í förðun þá geturu einfaldlega fylgt mér eftir í myndbandinu og skapað svipað útlit og ég gerði.
Ég vona að þetta myndband geti komið sér vel að notum fyrir þær sem eru ekki komnar með meirapróf í að mála sig.
Sjálf er ég ekki lærð á neinn hátt (ég fékk VHS-spólu um förðun í fermingargjöf) svo ef ég get þetta þá getur þú þetta líka.
Góða skemmtun!
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.