Á sólríkum degi hér á Spáni rakst ég á þessa einföldu aðferð til að búa til gómsætt ískaffi eða kokteil. Ég stóðst ekki freistinguna að prófa sjálf – enda fátt jafn svalandi og hressandi!
Flestir þekkja hvað það getur verið mikið vesen að búa til ískaffi en eftir að hafa lært þessa aðferð þá er það síður en svo vesen og útkoman kom mér skemmtilega á óvart og var mjög bragðgóð! Það gerist ekki einfaldara – það sem þú þarft að eiga til er gott kaffi, klakabox og mjólk. Svona ferðu að…
1. Búðu til “kaffiklaka”
Þegar þú ert búin að laga kaffið leyfirðu því að kólna, hellir því í klakaboxið og skellir því inn í frysti.
2. Settu “klakana” í uppáhalds glasið þitt
Eftir stutta stund ættu “kaffiklakarnir” þínir að vera orðnir tilbúnir – þá er bara að setja þá í glas.
3. Mjólkin fullkomnar drykkinn
Næst er mjólk hellt yfir klakana og þá er að láta það standa í augnablik og leyfa því blandast saman. Voila! – Ískaffi tilbúið!!!
Það er líka hægt að bæta útí kaffilíkjör og búa þannig til gúrme kokteil! Salud!
Sylvía er einkaþjálfari, yin jóga kennari, heilsumarkþjálfi og eigandi Optimal Health sem er andleg og líkamleg þjálfun fyrir konur. Sylvía býr á Spáni ásamt syni sínum og Oreo kisunni þeirra.