Leikkonan Keira Knightley þarf svo sannarlega ekki að hafa áhyggjur af peningum en segist þó alls ekki eiga mikið af hlutum eða dótaríi.
Leikkonan er trúlofuð hljómborðsleikaranum James Righton en hann spilar með hljómsveitinni The Klaxons. Keyra og James kynntust í gegnum sameiginlegan vin en Keira hafði ekki hugmynd um hver James var áður en þau kynntust þrátt fyrir að hann væri í frægri hljómsveit.
James ferðast mikið með hljómsveitinni sinni og því segir Keira að þau stoppi sjaldan á sama staðnum. Þau eiga hús í austur London sem þau eru nýflutt inn í en Keira segir að það sé ekki draumahúsið hennar.
Leikkonan segir einnig að hún hafi ekki mikla þörf fyrir það að eiga hluti og eigi í raun og veru mjög lítið, henni finnst “hlutir” ekki skipta miklu máli.
Keira og James eru trúlofuð en parið er sammála um það að hafa látlaust og fallegt brúðkaup þegar þar að kemur.
Keira segir að hún gæti auðveldlega haldið nokkur risastór brúðkaup en hún skilur ekki tilganginn í því að vera með eitthvað svakalegt húllumhæ í kringum þau tvö, hún vill njóta þess að vera trúlofuð í aðeins lengri tíma og liggur ekkert á því að fara upp að altarinu alveg strax.
Að lokum segist Keira vonast til að eiga jafn farsælt samband og foreldrar hennar hafa átt en þau hafa verið gift í 40 ár.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig