Helgin var skemmtileg hjá Katy Perry sem skellti sér m.a. á Coachella hátíðina sem Eydís Halldórs talar um hér.
Á hátíðinni kom víst einhver aðdáandi til Katy, rétti henni myndavél og bað hana að taka mynd af sjálfri sér en Katy þvertók fyrir þetta. Sagðist ekki vilja vera á mynd nema aðdáandinn væri með, sam hann svo samþykkti eftir eitthvað maus.
Eftir þetta atvik skrifaði hún Twitter status: “Dear festival friends remember, selfing is a disease.”
Katy átti viðburðaríka helgi eins og áður segir. Hún skellti sér í sundlaugarpartý hjá Harperz Bazaar og sagði þar blaðamanni Pret-a-Reporter: “Ég rúlla bara með flæðinu, hef ekkert planað.”
Og þetta hefur verið gott flæði því hún sást með Robert Pattinson í H&M loves music partýi á laugardag. Þau hlustuðu á Major Laser og gáfu hvort öðru knús en hegðuðu sér ekki sem par og sérstaklega var tekið eftir því að þau komu í sitthvoru lagi.
Alltaf flott hún Katy, og þessa dagana er hún bara með ‘venjulegt’ svart hár og dressar sig mikið í hálfgerðum 90’s goth stíl. Hvað skyldi svo koma næst?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.