Fyrrum bikinífyrirsætan Jordan, eða Katie Price (36), og núverandi rithöfundur hefur ekki átt sjö dagana sæla í sínum karlamálum en nýlega komst hún að því að eiginmaður hennar hefur haldið við tvær vinkonur hennar.
Meðal þeirra var hennar allra besta vinkona til margra ára, Jane Poutney en sú hafði verið henni stoð og stytta í gegnum tíðina.
Katie, sem á nú von á sínu fimmta barni með Kieran Hayler, viðurkennir að þau hjónin eigi eftir að leysa úr ansi mörgum málum en hún vilji þó láta á þetta reyna.
Í viðtali við OK segir hún: “Mig langar í hamingjusaman endi, -hver veit?”
Hún segist þó aldrei nokkurntíma eiga eftir að setja upp hringinn aftur.
“Ég á aldrei, aldrei eftir að setja hringinn upp aftur af því hann rauf hvert einasta heiti sitt. Ég skal þó vera með eilífðarhringinn og trúlofnunarhringinn, af því ég veit að hann var mér tryggur á þeim tíma, en sjálfan giftingarhringinn á ég ekki eftir að setja upp aftur.”
Eins og fyrr segir er Katie nú ólétt af sínu fimmta barni, og númer tvö með Kieran, en hún telur að það að hún skuli vera að ganga með barn hafi algjörlega bjargað henni meðan þessi áföll hafa gengið yfir. Hún segir það hafa þvingað hana til að taka skref aftur. Hún sagði:
“Ófædda barnið mitt og börnin mín hafa verið í algjörum forgangi síðustu vikur og mánuði. Ég veit að þetta hljómar eins og klisja, en óléttan er algjörlega búin að bjarga mér. Ég varð að stíga aftur og halda mig í rónni vegna ófædda barnsins. Sem betur fer er alveg í lagi með barnið, ég er hinsvegar ekki orðin góð. Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég hef verið að ganga í gegnum. Ég hef ekki einu sinni séð svona í bíómynd.”
Þó að hún hafi sett börnin í forgang, þau Harvey sem er tólf ára, Junior sem er níu ára, Princess, sjö ára, og hinn ellefu mánaða Jett sem hún á með Kieran segist Katie hafa áhyggjur af því að áföllin komi ekki til með að hafa langtímaáhrif.
“Við eigum örugglega eitthvað eftir að skemmast af þessu öllu en ég vil vita að ég gaf þessu allann þann séns sem hægt er að gefa”.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.