Katie Price (36) fæddi litla stúlku í nótt, tæpum tveimur vikum áður en hún átti að mæta í fyrirfram planaðan keisaraskurð þann 15 ágúst.
Svikuli eiginmaðurinn var með henni allann tímann en hún segir þau vera að vinna í sambandinu og taka það einn dag í senn.
„Mig langaði að einbeita mér frekar að því að eignast heilbrigt barn í stað þess að enda enn eitt hjónabandið, svo ég ákvað að hjálpa Kieran í gegnum meðferðina og hugsa vel um barnið okkar,“ sagði Katie.
Kieran, sem er 27 ára, er nú í meðferð sem kostar um hálfa milljón á dag en hann viðurkenndi fyrir Katie að hafa haldið við bestu vinkonu hennar til tuttugu ára í um sjö mánuði.
Lestu hér um hugleiðingar Katie

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.