Í framhaldi af pistlinum sem birtist hérna í gær… Gæði umfram magn- Meðvituð tíska vil ég segja frá Katharine Hamnett, merkum frumkvöðli á þessu sviði.
Á níunda áratugnum var Katharine stórstjarna í tískuheiminum.
„Go-Go“ bolirnir fyrir hljómsveitina Wham komu henni á kortið og hún var fyrst til að vinna með ljósmyndurum á borð vð Ellen von Unwerth og Jurgen Teller. Hún tók þátt í tískuvikunum í París og Japan og meðal viðskiptavina hennar voru Madonna, Díana prinsessa, Bítlarnir, George Michael og Boy George.
Hún náði á toppinn en hvarf svo skyndilega og ekkert heyrðist frá henni í nokkurn tíma en það var ekki að ástæðulausu.
Katharine hafði skyggnst bakvið tjöldin í tískuheiminum ofbauð það sem hún sá. Verkamenn í þriðjaheims ríkjum að vinna baki brotnu allt að 18 tíma á dag við ómannúðlegar aðstæður og uppskeran? Heilsuleysi vegna eiturefnanotkunar, þunglyndi, há sjálfsvígatíðni og ömurlegur fjárhagur.
Katharine vildi gera eitthvað í málunum og hrundi af stað herferð með þeim háleitu markmiðum að gera heiminn betri. Við sem lifðum á níunda áratugnum munum flest eftir bolunum hennar með slagorðum á borð við CHOOSE LIFE, SAVE THE WORLD, SAVE THE WHALES eða EDUCATION NOT MISSILES.
Hér má lesa meira um hugsjónir Katharine Hamnett og svo má kaupa þessa töff boli hér.
Veldu lífið!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.