Mér fannst forsíðan með Gisele Bündchen stórglæsileg en í sama hefti af ítalska Vouge er Kate Moss í tískuþætti sem er ekki síðri.
Á þeim myndum er Kate alger kynbomba, orðin dökkhærð og gersamlega dottin í sixtý’s stemmninguna. Kate minnir á afvegaleidda húsmóður úr dagatali frá þeim árum þegar Sophia Loren og Brigitte Bardot voru upp á sitt besta..sýnir kjóla, míni pils og sexý undirföt frá Yves Saint Laurent, Dolce & Cabbana og Jean Paul Gaultier á sérlega erótískan hátt…
Kate klikkar aldrei, er ögrandi, kynþokkafull og hreint út sagt gargandi flott á myndunum.
Ljósmyndari: Nick Night
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.