Hún hefur átt einn farsælasta fyrirsætuferil í sögu tískunnar, launin hennar eru svimandi há og hún er af mörgum talin ein flottasta kona sem til er.
Kate Moss hefur þó sinn drösul að draga eins og aðrir, því nýverið eyddi hún tæplega 400.000 íslenskum krónum til að fá sendar til sín rafmagns sígarettur þar sem hún dvaldi í fríi á spænsku eyjunni Ibiza.
Á hún að hafa gleymt rafmagnssígarettunum sínum heima í Bretlandi og í örvætningu sinni lét hún senda eftir þeim með flugi og þurfti því einnig að greiða ferð, flug og uppihald fyrir sendilinn.
Fyrirsætan, sem hefur keðjureykt um árabil, hefur undanfarið reynt að minnka nikótínneyslu sína með því að notast við svokallaðar rafmagnssígarettur, eða rafrettur líkt og þær hafa einnig verið kallaðar. Retturnar líta út eins og venjulegar sígarettur og gefa frá sér nikótín. Þær hafa orðið vinsælar á meðal reykingarfólks sem vill minnkar reykingarnar smátt og smátt og loks gefa þennan ósið upp á bátinn.
Þrátt fyrir að hafa eytt svo miklu í að halda nikótínfíkn sinni í skefjum er varla hægt að segja að þetta uppátæki hafi sett strik í reikninginn. Tekjur fyrirsætunnar voru um 12 milljónir punda fyrir árið 2012 eða rúmlega 2.2 milljarðar íslenskra króna.
,,Það brennir peninga að reykja..”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.