Konunglega brúðkaupið fór fram sl. föstudag og hefur allur heimurinn fylgst grannt með brúðkaupi aldarinnar.
Kate Middleton geislaði af fegurð á brúðkaupsdaginn í klassískum kjól úr smiðju Alexander McQueen. Kate var náttúrulega förðuð með bleikan kinnalit og varir í stíl. Mjög klassískt og flott og mér fannst ótrúlega gaman að heyra prinsessan hafi farðað sig sjálf! Já þið lásuð rétt!
Hún hefði getað fengið hvaða förðunarfræðing sem er en henni fannst brúðkaupið orðið svo stórt og mikið að hún vildi aðeins halda norminu.
Prinsessan tók fjóra einkatíma hjá förðunarsnillingnum Arabellu Preston og segir Kate að hún hafi alveg treyst sér í verkið eftir þessa tíma.
Kate er fyrirmyndar prinsessa, jarðbundin, falleg, kvenleg og góðhjörtuð.
Ég óska brúðhjónunum alls hins besta í komandi framtíð!
Ps. Við erum allar prinsessur á brúðkaupsdaginn okkar jafnvel þótt við séum ekki með tvo auka brúðarkjóla og gestirnir í veislunni færri en 1900.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.